Um okkur

Ég heiti Lára Bryndís Pálmarsdóttir, er fædd árið 1977 og á tvö börn og tvö fósturbörn.

Ég byrjaði að nota Lady-Comp árið  2010 eftir að ég eignaðist fyrsta strákinn minn og notaði hana sem getnaðarvörn.  En fyrir um 2 árum ákvað ég að uppfæra hana í Baby-Comp. Ég sendi því tölvuna mína til framleiðandanna og þeir færðu á milli upplýsingarnar um mig og sendu mér  Baby-Comp. Þetta gerði ég til að vita betur hvað í raun ég væri að selja og til að geta séð sjálf hvernig hún virkar og ég nota hana sem getnaðarvörn.

Málið er að árið 2008 tók líf mitt U beygju. Ég var búin að vera í ofþyngd í einhver ár og réði ekkert við mataræðið mitt og var orðin mjög þunglynd. Ég ákvað að leita mér hjálpar og þegar hún barst fór ég að hafa áhuga á því hvað ég var að setja ofan í mig. Ég hef verið á pillunni frá um 17 ára aldri, þoldi hana mjög illa og reyndi margar tegundir. Ég fékk þunglyndi, skapsveiflur, þyngdaraukningu, og mikla kyndeifð. Þá prófaði ég að vera á hormónalykkjunni eftir að eldri sonur minn fæddist, fór ekki á blæðingar í um 6 ár og kynlífslöngunin var að mestu horfin.  Kvensjúkdómalæknirinn minn sagði að ég væri ein af þeim heppnu  að vera ekki á blæðingum en eftir að ég fór að vera meðvituð um líkama minn finnst mér ég ekki getað gripið inn í eitthvað sem er okkur konum eðlilegt. Ég tel að það sé ástæða fyrir því að við förum á blæðingar og ég vil njóta þess að hafa líkamann minn án allra inngripa og aukaefna.  Pillan eykur líka líkur á krabbameini og blóðtappa og ég bara gat ekki hugsað mér að fara inn í þennan umokkurmyndvítahring aftur og þess vegna leitaði ég uppi  Valley Electronics sem framleiðir fjósemistölvurnar og leist svo vel á að ég ákvað að flytja þær inn til að leyfa öðrum konum að njóta þess sem ég hef fundið.

Ég og maðurinn minn, Bragi Þór Gíslason erum umboðsaðilar frjósemistölvanna Baby Comp, Lady Comp og Pearly á Íslandi. Við erum staðsett á Akranesi og sendum vörur okkar um land allt.

Hafirðu einhverjar spurningar getur þú sent okkur línu á frjosemistolvur@gmail.com eða hringt í mig síma 663-9965.

Tölvurnar eru til sölu á Heimkaup.com

heimkaup-logo-fb