Hvernig virka þær ?

Forritið

Frjósemistölvan eru forrituð til að ákvarða nákvæmlega og sýna hvenær egglos á sér stað. Egglos veldur lítilsháttar en merkjanlegri hækkun á líkamshita. Þú mælir hitastig þitt með skynjaranum á hverjum morgni áður en þú ferð á fætur, frjósemistölvan metur upplýsingarnar og lærir þannig fljótt hvert þitt einstaklingsbundna frjósemismunstur er.

Ef þú ert frjó sýnir tölvan rautt ljós og ef þú ert á ófrjóu skeiði sýnir hún grænt ljós. Upplýsingarnar eru 99,3% áreiðanlegar og þær gilda næstu 24 klst.

Auðveld í notkun

Allar frjósemistölvurnar okkar eru auðveldar í notkun. Þegar þú færð tölvuna er hún þegar fyrirfram forrituð til að sýna tíma, dagsetningu og ár. Það eina sem þú þarft að gera áður en þú byrjar er að stilla tímann fyrir morgunviðvörunina.

  1. Mældu líkamshita þinn (BBT) á hverjum morgni strax eftir að þú vaknar – og á meðan að þú ert ennþá í rúminu og afslöppuð – með því að setja skynjarann undir tunguna í 30 til 60 sekúndur. Frjósemistölvan þarf þennan svokallaða morgun- eða grunnlíkamshita fyrir útreikninga sína.
  2. Ef þú ert með tíðir smelltu þá á hnappinn +. Annars, smelltu á  –
  3. Tölvan notar líf- og stærðfræðilega útreikninga sem byggja á umfangsmiklum upplýsingum sem safnað hefur verið í yfir 25 ár í gegnum rannsóknir og þróun, sem og líkamshita þínum. Þannig reiknar tölvan út þinn eigin tíðahring og veitir þér áreiðanlega frjósemisspá fyrir næstu 24 klst.

GRÆNT LJÓS : Þýðir “ekki frjó”

RAUTT LJÓS: Þýðir “frjó”

GULT LJÓS: Þýðir að tölvan er ennþá að læra á þig

Í byrjun þá mælir þú líkamshita þinn um leið og þú vaknar eins reglulega og þú getur vegna þess að því meira magn upplýsinga sem tölvan hefur, því auðveldara er að fá nákvæman fjölda frjórra (rauðra) daga. Tölvan er örugg strax frá fyrstu mælingu. Því meiri upplýsingar sem þú gefur tölvunni því meira veit hún um þig.

Frjósemistölvan er forrituð með rannsóknargögnum um náttúrulegar leiðir við skipulagningu barneigna. Hún inniheldur gagnagrunn sem inniheldur meira en 900 000 tíðahringi og notar líf- og stærðfræðilega útreikninga við spá um frjósemi, sem og allra nýjustu tölvutæknina.

Þetta er persónulegt eftirlitstæki, sem lærir á og aðlagast þínum tíðahring.

Hvernig virkar tölvan

Dagleg upplýsingagjöf Lady-Comp um frjósemi er með stuðulinn Pearl Index 0,7, sem þýðir að hún er 99,3% nákvæm. Pillan er með Pearl Index stuðulinn á bilinu 0,1-0,9 en lykkjan er á milli 1 og 3.

Á hverjum morgni um leið og þú vaknar tekur frjósemistölvan grunnlíkamshita þinn (BBT) með háþróuðum hitaskynjara (1/100 gráðu nákvæmni). Tölvan notar síðan stærðfræðiforritin við að bera líkamshitann saman við þær upplýsingar sem hún geymir um öll tiltæk rannsóknargögn um skipulagningu á barneignum. Hún ber hann einnig saman við hundruð þúsunda tíðahringi annara kvenna til að nákvæmlega ákvarða, greina og sýna þinn eiginn tíðahring.

Pillan, til dæmis, er með Pearl Index á bilinu 0,1-0,9, en lykkjan er á milli 1 og 3. Þar af leiðandi, eru frjósemitölvurnar okkar fremstar í flokki við að fyrirbyggja og skipuleggja barneignir með náttúrulegum aðferðum, enda með nákvæmni sem jafnast á við vinsælustu getnaðarvarnirnar. Með Lady-Comp geturðu náð þessu öryggi á100% náttúrulegan hátt og með engum hliðarverkunum.

Hvað er Pearl Index?

Pearl-Index er stuðull sem ákvarðar skilvirkni. Í heilbrigðisgeiranum er Pearl Index stuðullinn notaður til að gefa til kynna hversu skilvirk ákveðin getnaðarvörn er. Sem dæmi: Ef 100 konur nota ákveðna getnaðarvörn í eitt ár og ein kona verður þunguð þýðir það að Pearl Index getnaðarvarnarinnar er 1,0. Pillan hefur Pearl Index á milli 0,1 og 0,9 og hettan er frá 1til 3.

Frjósemistölvurnar eru með Pearl Index 0,7 og eru þannig fremstar í flokki hvað viðkemur náttúrulegum getnaðarvörnum og skipulagningu barneigna.

Náttúruleg og örugg leið við getnaðarvarnir og útreikning á frjósemi

Í hverjum tíðahring eru sex dagar þar sem kona getur orðið barnshafandi: dagana fimm fyrir egglos og daginn sem egglosið á sér  stað. Til þess að verða ekki barnshafandi á þessum tiltölulega stutta tíma sætta margar konur sig við umtalsverða skerðingu á eigin velferð með notkun hefðbundinna getnaðarvarna sem setur mikið álag á heilsu þeirra og kynlíf.

Er þetta nauðsynlegt? Við segjum nei!

Frjósemistölvan okkar ákvarðar frjósemisdagana þína með mikilli nákvæmni og sýnir þér hvenær þú ert með egglos með því að skrá, greina og geyma upplýsingar um tíðahringinn þinn. Þessi nýja aðferð við frjósemisútreikninga er 99,3% áreiðanleg.

 

Lady-Comp bæklingur