Spurt og svarað

Get ég sofið út um helgar?

Auðvitað! Þú hefur sex klukkustunda svigrúm.  Skynjaratáknið sýnir hvort þú sért innan hitamælingartakmarkanna.  Þegar það lýsist upp þá ýtirðu á hnappinn og mælir þig. Svo geturðu haldið áfram að sofa.

Koma upp villur í hitamælingunum?

Nei, villur við hitamælingarnar eru ekki mögulegar þar sem þeim er stjórnað af tölvunni á vitrænan hátt.  Ef tölurnar samræmast ekki væntingunum þá tekur tölvan strax eftir því og skjáljósið blikkar.

Hefur kvef eða næturbrölt áhrif á hitamælingarnar?

Tölvan reiknar út tíðahringinn fram í tímann út frá þeim upplýsingum sem fyrir eru – og frjósemina samkvæmt því.
Hitasveiflur af völdum kvefs, flensu, svefnleysis, mikillar áfengisdrykkju og/eða lyfja sem geta haft áhrif á líkamshita, eru hinsvegar „óeðlilegar“.
Tölvan tekur mið af öllum hitaaflestrartölum, bæði þegar þær eru „eðlilegar“ og þegar þær hafa breyst vegna ofangreindra truflana.   Þannig er tillit tekið til þess þegar tölvan hefur þurft að gera frekara mat á hitastigskúrfunni.  Ef hitaaflestrartölurnar benda til sótthita, birtist „F“ á skjánum.
Almennt er mælt með því að þú sleppir því að mæla þig ef þú ert með kvef og hita, ert að taka inn lyf sem hafa áhrif á líkamshita, eða varst að skemmta þér alla nóttina, frekar en að slá inn „óeðlilegar“ tölur.

Ég vil byrja strax. Er það hægt?

Já! Það fer þó eftir hvaða getnaðarvörn þú hefur verið að nota.  Vinsamlegast lestu eftirfarandi leiðbeiningar.

Lady-Comp eftir pilluna

Ef þú hefur verið á pillunni þar til núna þá verðurðu að hætta að taka hana áður en þú byrjar á hitamælingunum. Það er vegna þess að pillan kemur í veg fyrir egglos þannig að engar hitabreytingar verða. Blæðingarnar sem verða í 7-daga hléinu hefur ekkert með tíðahringinn þinn að gera.
Fyrstu blæðingarnar sem verða eftir að þú hættir á pillunni eru ekki tíðablæðingar heldur gerviblæðingar eins og þær sem verða í 7-daga hléinu. Flestar konur hafa fyrstu raunverulegu tíðablæðingarnar 4-8 vikum eftir að þær hætta á pillunni.
Eftir að þú hættir á pillunni getur þú byrjað að nota Lady-Comp. Ef þú hefur verið að taka pilluna í mörg ár þá getur það orðið spennandi að kynnast tíðahringnum þínum í gegnum LADY-COMP®.

Lady-Comp eftir lykkjuna

Þó svo að þú getir byrjað að nota LADY-COMP® samstundis ef þú ert með koparlykkjuna þá er sterklega mælt með því að þú látir fjarlægja hana áður. Ef þú ert með hormónalykkjuna þá verður þú að láta fjarlægja hana áður en þú byrjar að nota LADY-COMP®. Eftir það getur þú byrjað daglegu hitamælingarnar.

Hvað ef mig langar til að verða barnshafandi seinna meir?

Allar frjósemistölvurnar okkar sýna frjóa og ófrjóa daga á áreiðanlegan hátt. Ef þú vilt nota LADY-COMP® til að verða barnshafandi þá skaltu ekki nota getnaðarvarnir á „rauðum“ dögum. Þú getur einnig uppfært LADY-COMP® með mörgum góðum viðbótum eins og þeim sem BABY -COMP® hefur.  Frekari upplýsingar má finna á næstu blaðsíðum.

Hvaða áhrif hefur þetta á líkamann?

Engin en hér eru smá upplýsingar um samspil tölvunnar og líkamans:

Egglos

Gögnin sem tölvurnar nota til að greina á milli frjórra og ófrjórra daga byggjast á nokkrum líffræðilegum staðreyndum sem liggja að baki tíðahrings kvenna.

  • Hver kona hefur aðeins eitt egglos í hverjum tíðahring. Í þeim sjaldgæfu tilfellum þegar um tvö eða fleiri egglos er að ræða þá verða þau innan sólarhrings.
  • Eftir egglos getur egg frjóvgast í allt að 18 klst.
  • Eftir samfarir heldur sæði mannsins áfram að vera virkt og frjósamt í líkama konunnar í 3-5 daga.
  • Þetta þýðir að það eru sex dagar í hverjum tíðahring þegar kona getur orðið barnshafandi: í fimm daga fyrir egglos og daginn sem hún hefur egglos.

 

Tíðahringur

Eftirfarandi mynd dregur upp þau ferli sem eiga sér stað innan tíðahrings konunnar og sýnir hvernig þau endurspeglast í hitakúrfunni.

Tíðahringurinn er breytilegur hjá hverri konu fyrir sig. Að meðaltali er reiknað með því að tíðahringurinn sé 28 dagar. Hjá sumum konum er hringurinn styttri (26 dagar) eða lengri (33 dagar).

Í flestum tilvikum verður tíðahringurinn loks reglulegur og frjósemistölvan notar þennan persónulega og stöðuga tíðahring sem grundvöll fyrir útreikninga sína. Eftir ákveðinn tíma og ef notandinn hefur slegið inn reglulega mánaðarlegar upplýsingar um sig mun frjósemistölvan þekkja þessa tiltekna konu, eins og sjá má í þessu dæmi: Konan hefur alltaf egglos á 15. degi tíðahrings og tíðahringurinn hefst eftir 29 daga. Þetta er vegna þess að egglos veldur lítilsháttar hækkun á líkamshita sem er þó auðvelt að greina, Sömuleiðis fer hitastig aftur í eðlilegt horf þegar tíðir hefjast (skilgreint sem upphaf tíðahrings). Þetta er það mynstur sem tölvan byggir útreikninga sína á til að sía út sérstaklega þá sex daga tíðahringsins þegar getnaður gæti átt sér stað.