Skipulagning barneigna

Baby-Comp

Streitulaus og náttúruleg skipulagning barneigna

Ef þú vilt verða barnshafandi án þess að gangast undir flóknar aðgerðir þá hentar frjósemistölvan frá Valley-Electronics þér. Baby-Comp tekur mið af líkamshita þínum á morgnana þegar hún ákvarðar frjóu dagana þína og lætur þig vita hvenær þú ert frjóust: á þeim degi sem þú hefur egglos – og dagana fimm fyrir egglos.
Baby-Comp gengur enn lengra: hún notar tölfræðilegar aðferðir til að greina ýmsar orsakir ófrjósemi og hjálpar þannig til við að leysa einstaklingsbundin vandamál við getnað.

Hentug fyrir allar konur sem eru að reyna að verða barnshafandi.
Baby-Comp hámarkar möguleika þína á að verða barnshafandi. Baby-Comp er útbúin með einstakt skipulagsforrit og með henni fylgja innbyggð hleðslurafhlaða og aflgjafi.

Skipuleggið hvenær þið njótið ásta

Nýleg bandarísk rannsókn kannaði 276 konur sem höfðu upplifað erfiðleika við að verða barnshafandi og farið þá að nota frjósemistölvur. Helmingur þessara kvenna varð barnshafandi eftir að hafa notað frjósemistölvu í einn mánuð.
Eftir aðeins þrjá tíðahringi hafði 90% kvennanna tekist að verða barnshafandi.
Að meðaltali, hefði hver kona þá þegar varið $ 6500 í frjósemismeðferðir, og í sumum tilfellum allt að $ 150000.
Meira en 60% af þessum konum hafði þegar verið í meðferð annars staðar, þar sem þær þurftu að gangast undir oft skaðlegar og kostnaðarsamar aðgerðir, svo sem hormónameðferðir eða tæknifrjóvgun.
Þú getur komið í veg fyrir mikið af slíkri streitu og örvæntingu með því að fylgjast með tíðahringnum þínum og nýta þér frjóu dagana. Með því að skipuleggja rómantík með maka þínum í kringum frjóustu dagana þína tryggirðu að draumur ykkar verði fljótlega orðinn að veruleika.

Frjósemi

Það er hægt að skipuleggja barneignir. Það er líka hægt að mæla frjósemi.
Frjósemistölvan mælir líkamshita þinn með munnmæli á hverjum degi þegar þú vaknar og ber hann sjálfvirkt saman við geymdar upplýsingar um hundruð þúsundir tíðahringi annarra kvenna til að nákvæmlega ákvarða, greina og sýna þinn eiginn frjósemishring. Baby-Comp er ekki aðeins mjög nákvæm í að spá fyrir um frjóustu dagana þína, heldur skráir hún líka ef þú hefur ekki egglos eða ef þú átt við hormónaójafnvægi (CLI) að stríða. Hormónaójafnvægi er þekkt.  Einn mjög mikilvægur hormón í kvenlíkamanum er gulbúshormónið prógesterón. Prógesterón myndast í gulbúinu sem myndast í eggjastokkunum eftir egglos.
Eitt mjög mikilvægt hormón í kvenlíkamanum er gulbúshormónið prógesterón sem myndast strax á eftir egglosi. Gulbúið (Corpus Luteum) er vefur sem myndast í eggjastokkunum og framleiðir nauðsynleg hormón þannig að þegar egg hefur náð að frjóvgast þá er legslíman tilbúin að taka við því og það getur komið sér fyrir í leginu.
Þegar frjóvgaða eggið hefur greypt sig í legið tekur fylgjan við prógesterón framleiðslunni og heldur henni áfram allan meðgöngutímann.

Gulbúið framleiðir prógesterón hormónið sem sér um að legslíman þroskist. Það hormón er því afar mikilvægt, bæði til þess að þungun geti átt sér stað og til að viðhalda þungun.
Hormón og sveiflur í magni þeirra fara ekki framhjá Baby-Comp því hvert hormón veldur breytingu á hitastigi líkamans, stundum bara örlítilli. Vegna þess hve næmur hitamælir Baby-Comp er getur tölvan greint hækkanir á líkamshita og einnig metið lengd slíkra sveiflna, sem gerir henni kleift að greina skort á prógesteróni og annað hormónaójafnvægi.
Þú ert í góðum höndum hjá Baby-Comp og tölvan getur verið bæði þér og kvensjúkdómalækni þínum einstakt greiningartæki við mat á hormónajafnvægi þínu þar sem það ræður úrslitum um hvort af þungun verði og hvernig tekst til við að viðhalda þungun.
Baby-Comp sýnir þungun.
Baby-Comp lætur þig vita um leið og þú ert orðin barnshafandi. Baby-Comp skynjar þær hitabreytingar sem verða vegna hormónanna sem líkaminn framleiðir við þungun.
Baby-Comp greinir líklega þungun aðeins 15 dögum eftir getnað og á 18. degi staðfestir Baby-Comp þungunina með vissu.

Baby-Comp gerir miklu meira.

Með innbyggðum tölfræðilegum gögnum sínum um tíðahringi og áætlanagerð birtir Baby-Comp þér enn aðrar upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að skipuleggja barneignir á árangursríkan hátt:
• Lengd hástigs
• Gulbússtig (CLI)
• Eins-fasa (tíðahringir án eggloss)
• Lengd tíðahrings
• Hækkun líkamshita eftir egglos
• Egglos – sveiflur
• Fjöldi geymdra tíðahringa
• Sleppa

Útprentun á upplýsingum um þig

Þú hefur möguleika á að fá ókeypis útprentun og sérfræðilega greiningu frá Valley Electronics á upplýsingum um tíðahringinn þinn síðustu 250 daga. Þetta getur verið gagnlegt fyrir kvensjúkdómalækninn þinn við greiningu á ástæðum fyrir erfiðleikum við að verða barnshafandi.

Eftir fæðingu.

Baby-Comp má nota sem örugga aðferð við getnaðarvörn eftir fæðingu barnsins.