Frjósemistölvur

Getnaðarvörn án getnaðarvarna

Frjósemistölvur Valley-Electronics gera þér kleift að koma í veg fyrir þungun án þess að íþyngja líkama þínum með pillunni og öðrum álíka getnaðarvörnum sem geta haft neikvæðar hliðarverkanir.

Með því að mæla líkamshita þinn á hverjum morgni ákvarðar frjósemistölvan frjósemisdagana þína og sýnir þér hvenær þú ert með egglos með því að skrá, greina og geyma upplýsingar um tíðahringinn þinn. Tölvan fylgist með frjósemi þinni á hverjum degi og lætur þig vita um þá daga sem samfarir geta leitt til þungunar: Á þeim degi sem þú hefur egglos – og dagana fimm fyrir egglos.

Vertu í takt við líkama þinn og notaðu tæknina. Engir hormónar, engar hliðarverkanir og 99,6 % árangur.

takki2

 

Lady-Comp Basic

Lady-Comp er auðveld til daglegra nota heima fyrir: Lady-Comp er áreiðanleg, náttúruleg og hormónalaus getnaðarvörn. Með frjósemistölvunni fylgir hleðslutæki og hleðslurafhlaða. Fullkomin fyrir daglega notkun.

 

Lady-Comp Baby

Upplifðu streitulausa og náttúrulega skipulagningu barneigna með Baby-Comp sem er hentug fyrir allar konur sem vilja stækka fjölskylduna.

Baby-Comp hámarkar möguleika þína á að verða barnshafandi þar sem hún tekur mið af líkamshita þínum á morgnana þegar hún ákvarðar frjóu dagana þína og lætur þig vita hvenær þú ert frjóust. Baby-Comp er útbúin með einstakt skipulagsforrit og með henni fylgja innbyggð hleðslurafhlaða og aflgjafi.